No news - good news?
Ég er að skrifa enn eina ritgerðina og nú er ég að skrifa um Bókun 35. Verðlaun fyrir þann sem veit hvað það er?! Þess vegna er lítið í fréttum. Kuldaboli lætur á sér kræla á Bifröst en sem betur fer er hlýtt og gott inni. Fyndið samt hvað heyrist mikið í veðrinu hérna.
Núna er bara 9 dagar í París en áður en að ég kemst þangað þarf ég að klára þessa ritgerð, fara yfir 50 próf og fara sjálf í 2 próf. En það verður ljúft að slappa af í París eftir erfiðið.
Nú hér eru svo síðbúnar myndir frá Spánarferð okkar Tinnu. Notalegt að ylja sér við þær í kuldanum ;)
Efnisorð: Skóli
<< Home