Pirringur, einbeiting = 0, átsýki ofl.
Einu sinni var lítil stelpa sem að hét Maj Britt. Hún vildi verða lögfræðingur þegar að hún yrði stór. Þegar að hún komst að því að hún yrði aldrei stór ákvað hún að verða lögfræðingur þegar að hún yrði eldri. Til þess að hún geti orðið lögfræðingur verður hún að taka munnlegt próf í stjórnskipun á morgun kl 13. Henni finnst mjög pirrandi að geta ekki einbeitt sér og henni finnst hún kunna fullt en samt ekki neitt! Nú svo er Maj-Britt litla líka með átsýki á hæsta stigi og svefnsýki sem er óviðráðanleg á daginn en lætur ekki á sér kræla á næturnar. Ég legg til að við stofnum stuðningshóp fyrir Maj-Britt svo að hún geti orðið lögfræðingur. Hjálpum henni að koma reglu á líf sitt, læra meira og éta minna. Ef að Maj-Britt litla fær ekki hjálp.. já þá Guð hjálpi henni því hún stefnir til Helvítis á morgun kl. 13!!
Efnisorð: Skóli
<< Home