VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.10.06

Ég á mér blogg...

og veit svo sem ekki alveg hvað ég er að vilja upp á dekk með það. Veit bara að ég er með blogg... punktur. Mér finnst eiginlega of heimspekilegt að fara að velta því fyrir mér af hverju ég sé bloggari, nenni ekki að fara í einhverja sjálfskönnun... bara hreinlega meika það ekki. Það er nóg að vera í yoga.

Fyrir utan það að skrifa sjálf blogg þá les ég blogg annarra. Það er alveg hreint merkilegt hvað maður dettur inn í þennan bloggheim, þessa bloggmenningu og getur hreinlega ekki stjórnað sér. Ég er bara á bólakafi. Hef nú eytt um það bil 3 klst í að lesa blogg hjá fólki út í bæ. Ekki fara nú að misskilja mig. Ég er ekki föst yfir "hvað ég gerði í gær" og "ég gerði 30 armbeygjur í ræktinni áðan" bloggum heldur bloggum sem eru uppfull af djúsí skoðunum um lífið og tilveruna.

Mig langar að vera djúsí bloggari. Finnst ég vera alltof löt við að skrifa blogg um pólitík og þjóðlífið. Af hverju er ég t.d. ekki búin að blogga um Ómar??? Ómar fer hamförum um landið og er kominn út úr skápnum með ýmislegt. Ómar er náttúruverndarsinni en ekki fréttamaður. Þetta eru ekki fréttir... bara alkunnar staðreyndir. Ég treysti því að Ómar hafi selt bílinn sinn (þegar að hann fjárfesti í Örkinni) og ferðist með strætó eins og sönnum náttúruverndarsinna sæmir. Hann á eflaust sæti pantað við hliðina á Bubba Morthens í leið 112. Þar sitja þeir eflaust og brosa framan í sólina, í sátt við náttúruna.
En hvað veit ég? Ekki hef ég komið til Austfjarða og séð dýrðina. Allaveganna segir Dr. Herdís þetta vera fallegra en Gullfoss. Valdi var ekki sammála, hann sagði þetta urð og grjót.

Af hverju blogga ég heldur ekki um brotthvarf Dagnýjar úr stjórnmálum. Er kannski einskis að sakna? Ætli hún hafi gefist upp á að fylgja Framsóknarforystunni í vafasömum málum eða er hún ef til vill bara dauðþreytt? Það er ekki eins og Framsókn hafi haft úr margmenni að moða þegar að þeir röðuðu í nefndir forðum daga.

Og af hverju hef ég ekki bloggað um leyniþjónustumálið og Björn Bjarnasona (aka Jón Spæjó) ?? eða þá um að varnarliðið sé farið? Sýnilegu varnir landsins eru horfnar og ósýnilegar varnir teknar við... þær eru svo ósýnilegar að enginn fær að vita neitt um þær (spúkí)....

Jæja kannski að ég taki mig á og fari að blogga um eitthvað sem að máli skiptir, blogga um eitthvað annað en að ég líkist Jessicu Simpson og ég þurfi að fara í megrun. Einhvern veginn er það nú samt bara svo að kommentin eru gjarnari á að koma á þess konar færslur.... þessar pólitísku gera fólk greinilega kjaftstopp!

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com