VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.11.06

Afmælisbarn dagsins er ein mín besta vinkona, Sigrún Hjartar. Það er eiginlega ekkert hægt að skrifa einhvern lítinn pistil um hana Sigrúnu, því að hún hefur svo sjúklega margar hliðar. Ekki það að hún sé geðklofi... langt því frá. Hún er bara einn þessara sjaldgæfu margbreytilegu karaktera, en þannig persónur hafa sterk áhrif á líf fólks. Sigrún getur gert ALLT sem að hún vill. Hún er eldklár, hefur örugga framkomu og er höfðingi heim að sækja. Svo syngur hún eins og engill, vill allt fyrir mann gera, er málamanneskja og frábær húmoristi. En ég ætla ekki að halda áfram á þessari braut. Vil ekki að þið haldið að ég sé að skálda upp manneskju. Ég meina, hver trúir því að einhver svona manneskja sé til?? (nema í bíómyndunum) Ég meina svona “OFUR”kona sem að fer létt með að taka margar háskólagráður og elda góðan mat, fara í ræktina, ala upp barn, skrifa 2 blogg, ferðast, senda gjafir til vina og ættingja, lesa skáldsögur og tala STANSLAUST.... ALLT á SAMA tíma! Hver trúir því að svona manneskja sé til?? Ég bara spyr? But you better believe it.... Ég held að næsti áratugur verði Sigrúnu farsæll, bæði í einkalífi og í starfi.. hlakka til að fylgjast með henni. Til hamingju með afmælið elskan mín, mér þykir obbosslega vænt um þig og Egil, sænsku kjötbolluna mína þín MajBritt

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com