VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.11.06

Bland í poka

Fór í jarðarför. Ömmubróðir minn hann Óli lést eftir veikindi fyrir stuttu. Ég man vel eftir Óla því hann bjó hjá langömmu minni lengi vel. Þegar að við komum í heimsókn til langömmu Valýjar þá fengum við heitt súkkulaði og kökur og Óli frændi var aldrei langt undan. Óli var mikill hagyrðingur og orti eitt sinn ljóð um mig. Hann heillaðist mjög af nafninu mínu og lék sér með fyrripart þess þ.e. Maj, í ljóðunum sínum. Hann var líka stríðnispúki og sendi eitt sinn skeyti á heimili foreldra minna. Það var stílað á pabba frá "Ponný" þar sem að Ponný þakkaði pent fyrir allt sem að pabbi hafði gert fyrir hana! Pabbi átti, eins og von var, í miklum erfiðleikum með að útskýra það fyrir mömmu minni hver þessi Ponný væri!!! hehe.. Við hlógum mikið þegar að upp komst að Óli var Ponný ;) Jarðarförin í gær var mjög falleg og Óla líður eflaust betur þar sem að hann er nú. Guð blessi minningu hans.
_________________________________________________________

Fór á Mýrina. Sigrún sæta er á landinu og bauð mér og Katrínu í bíó. Mýrin var mjög góð. Reyndar tók það mig soldinn tíma að venjast Ingvari Sigurðssyni sem Erlendi. Ég hafði hugsað mér Erlend ófríðari, ósnyrtilegri og meira grumpy. Hins vegar stóðu allir leikararnir sig mjög vel og kvikmyndatakan og tónlistin voru frábær. Listrænt auga Baltasar klikkar ekki. Upphafsatriðið var mjög sláandi og ég var eiginlega smá eftir mig. Ég las bókina jólin sem að hún kom út og mundi söguna ágætlega. Það kom hins vegar ekki að sök, fannst gaman að sjá persónurnar lifna við. Ég vona að fleiri myndir verði gerðar um Erlend t.d. Grafarþögn.. en sú bók var meiriháttar.
_________________________________________________________

Kosningarnar í USA fóru frábærlega. Loksins mætir Bush alvöru mótvindi heimafyrir. Nú verður erfiðara fyrir hann að koma málum í gegnum þingið og ekki er verra að losna við Rumsfeld. Ég fæ alveg hroll að hugsa um þá kauða.. ekki þeir bestu fyrir heimsfriðinn að mínu áliti. Og að öðrum kosningum. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er í dag. Það verður spennó að sjá úrslitin úr því.
_________________________________________________________

Það er crazy að gera í skólanum. Ég fékk frest á einu verkenfi (og allir hinir líka :) út af jarðarförinni. Ég er því á fullu að læra núna. Svo eru ritgerðarskil á þriðjudaginn og fyrirlestur í tíma þann sama dag. En þetta hefst allt... hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast... ;)
Svo á hún Mattý sambýlingur og meistari afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Mattý mín og hafðu það gott í dag :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com