VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.10.06

Óhugur

Ég fylltist svo miklum viðbjóði og óhug í gærkvöldi þegar að ég horfði á 1. frétt kvöldsins. Tveir ógeðslegir karlmenn nauðguðu stelpu hjá Þjóðleikhúsinu. Hún var ein á gangi seint um kvöld/snemma morguns og var þröngvað upp að Þjóðleikhúsinu þar sem að þeir nauðguðu henni. Svipað atvik gerðist líka bak við MR fyrir tveimur vikum. Ég er í alvarlegu sjokki eftir þessa fréttir og mér leið svo illa í gær. Ég gat varla talað. Hversu oft hefur maður gengið svona einn um á leið heim af djamminu. Hverslags menn eru þetta?? Þetta eru ekki menn heldur djöflar í mannsmynd. Það verður allaveganna regla í vinahópnum núna að engin fer ein heim!!! Allar saman eða engin!! Víst að ástandið er orðið svona verðum við að passa upp á hver aðra og leggjast á eitt að svona menn líti ekki dagsins ljós.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com