Júróið og Frjálslyndir
Hvað er að koma fyrir júróið?? Þessi lög þarna sl. laugardag voru ekki upp á marga fiska, eða hvað fannst ykkur? jæja vonandi að eitthvað skárra líti dagsins ljós næsta laugardag!
Helgin lítur vel út (já það er komin helgi hjá mér!!).. fer í bæinn á eftir og ætla að taka góðan hitting með fullt af fólki þessa helgina. Ætli maður reyni ekki að líta í bók líka.
Annars þá finnst mér merkilegt að fylgjast með baráttunni innan Frjálslyndaflokksins. Horfði á Margréti og Magnús í Kastljósinu og fannst svolítið merkilegt að honum fannst sinn árangur betri en hennar þar sem að hann hefði nú komist inn á þing! Hún var samt með rúmlega 6000 atkv. á bak við sig en hann með undir 500!! Atkvæðin út á landi vega bara þyngra og í þessu tilliti er hægt að hugsa hvort að gamalt baráttumál Alþýðuflokksins sáluga, landið eitt kjördæmi!!, sé ekki sanngjarnara en núverandi kerfi?
Efnisorð: Daglegt líf, Hugleiðingar um pólitík
<< Home