VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

23.1.07

Nýjar myndir, veikindi og áfram Ísland

Vá hvað leikurinn var skemmtilegur í gær! Ömma fannst reyndar ömurlegt að horfa á hann með mér af því að ég var alltaf í símanum hehe.. Í gærkvöldi var ég svo eitthvað ferlega slöpp og vaknaði í morgun með þvílíkan hausverk, hálsbólgu og stíflað nef :( byrjar ekki vel! Ég get nú samt ekki annað sagt en að það sé gott að vera komin á Bifröst aftur (þrátt fyrir kulda og snjó) Það var yndislegt að hitta stelpurnar aftur og Birna tók sig til og eldaði ljúffenga kjúklingasúpu handa okkur í gær. Svo, ég meina svona í tilefni af því að við ættum að vera að læra, þá komum við okkur vel fyrir upp í sófa og horfðum á Heroes. Sá þáttur er mjög skemmtilegur.
En annars, ég er hætt í bili, þarf að fara að snýta mér og vorkenna mér aðeins ...

Nýjar myndir hér

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com