VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.1.07

Lestrarhestur

Frá áramótum hef ég lesið nokkrar bækur. Þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Ég byrjaði á því að lesa bókina sem að ég vann í möndlugjöf. Hún heitir í íslenskri þýðingu Flóð og fjara og er eftir Agöthu Christie. Atburðarrásin er eftirfarandi: Auðmaðurinn Gordon Cloade lætur lífið í loftárás í seinni heimsstyrjöldinni, en ung eiginkona hans lifir árásina af. Cloade-fjölskyldan, sem hafði átt greiðan aðgang að auðæfum hans, situr eftir arflaus. Dularfullt morð í þorpinu þar sem fjölskyldan býr veldur því að Hercule Poirot kemur til sögunnar. Hann verður að afstýra því að fégráðugir ættingjar Gordons komi ekkjunni ungu fyrir kattarnef! Bókin er ágætlega þýdd en yfirleitt finnst mér betra að lesa bækurnar á frummálinu ef að ég get. Bókin var spennandi og hélt mér við efnið allt til loka og plottið var síður en svo augljóst. Hercule Poirot er alltaf jafn skemmtileg týpa sem maður fær seint leið á. Stjörnur: **1/2
Nú næstu bók keypti ég á flugvellinum á leiðinni til Genf. Sú bók var algjörlega meiriháttar og heitir Minningar Geishu "Memoirs of a geisha" og er eftir Arthur Golden. Sagan heillaði mig algjörlega og ég gat hreinlega ekki slitið mig frá bókinni. Sagan segir sögu ungrar japanskrar stúlku sem að er seld og lærir að verða geisha sem að er fylgi/skemmtikona-listamaður. Lífshlaup aðalsöguhetjunnar er svo heillandi og spennandi að maður getur ekki annað en hrifist með og öll umgjörð þ.e. lýsingar á umhverfi og staðháttum gerir söguna ljóslifandi fyrir manni. Ég heillaðist svo af sögunni að ég hef núna keypt mér aðra bók um líf geishu og svo horfði ég á myndina sem að gerð var eftir bókinni. Söguþráðurinn í myndinni var aðeins öðruvísi en í bókinni sjálfri og mér fannst myndin ekki ná þeirri dýpt sem að bókin náði. En ég var allaveganna gjörsamlega heilluð af þessu öllu saman og mæli hiklaust með bókinni og gef henni ***1/2 stjörnur.
Því næst las ég bók sem að ég keypti í Genf. Hú heitir Never let me go og er eftir Kazuo Ishiguro.Sú bók er þrælfín og ég vil ekki segja of mikið um söguþráðinn þar sem að hann er soldið spes og ekkert gaman að vita neitt um hann. Þessi höfundur hefur gert fjölda góðra bóka t.d. Remains of the day en það var gerð mjög fræg bíómynd eftir þeirri bók. Ég var pínustund að komast inn í bókina en svo læsti hún klónum í mig og ég gat ekki hætt fyrr en ég vissi hvað var í gangi og hvernig hún myndi enda. Stjörnur: ***
Nú svo er ég núna rúmlega hálfnuð með bókina Q & A eftir Vikas Swarup en ég leitaði logandi ljósi að þessari bók í Genf. Hún heitir í íslenskri þýðingu Viltu vinna milljarð og hefur fengið frábæra dóma. Bókin fjallar um Indverjann Ram Mohammad Thomas hefur verið fangelsaður fyrir að svara tólf spurningum rétt í spurningaþættinum Viltu vinna milljarð? Talið er víst að hann hafi svindlað. Indverjinn segir svo lögfræðingi sögu sína og fyrir manni opnast nýr og framandi heimur. Bókin er enn sem komið er mjög góð en ég ætla að bíða með að gefa henni stjörnur þar til í næsta holli. Á náttborðinu eru líka Konungsbók e. Arnald Indriðason og Rokland eftir Hallgrím Helgason. Ég bíð spennt eftir að komast í þær.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com