Júróið og afmæli!
Það styttist óðum í Eurovision-keppnina. Ég er búin að fara eina umferð yfir lögin, en þið?? Við fyrstu hlustun þá fannst mér gríska lagið grípandi, franska, og eitthvað óperulag frá Lettlandi eða Litháen.. æ eða Eistlandi. Finnska lagið er ok en hin lögin frá Norðurlöndunum eru léleg. Eitthvað farin að kíkja á þetta?
Þátturinn með Eika Hauks byrjar svo á föstudaginn, spennó hehe...
bæjó
Júróvisjónnördið
_________________________________________________
Diljá átti afmæli 6. apríl, Ólöf 8. apríl og Eiríkur bro í dag þann 11. apríl. Þau virðast öll, við fyrstu sýn, svakalega ólík en samt eru þau öll í sama stjörnumerkinu. En ef að maður grefur aðeins dýpra eiga þau nokkur sameiginleg einkenni. T.d. þá fylgja þau öll sannfæringu sinni, hvert á sínu sviði, þau eru hugmyndarík og mjög skemmtileg. Mér finnst rosagaman að hangsa með þeim öllum og þykir óskaplega vænt um hrútana mína. Ég óska þeim innilega til hamingju með afmælið og megi þau lengi lifa HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA!! :) (Ps. Sóley, Eiríkur Tumi og Mr. hönk fá að vera með á myndunum)
Efnisorð: Afmælisbarn dagsins, Tónlist og bækur
<< Home