VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.4.07

Tímaskekkja

Mér finnst umræðan um að banna eigi allt skemmtanahald á föstudeginum langa vera tímaskekkja. Reyndar er þetta ekki bara umræða því skv. lögum nr. 32/1997 er allt skemmtanahald bannað á þessum degi sbr. 2.tl. 4.gr. (með undantekningum)

a. Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.
b. Markaðir og verslunarstarfsemi, svo og önnur viðskiptastarfsemi.

Nú er svo þannig farið að tímarnir eru aðrir en áður þ.e. einu sinni áttu allir að hanga inni og máttu helst ekki hreyfa sig á þessum degi. Í mínum huga er þetta hins vegar þannig að hver og einn er með sína trú, ræktar hana á sinn hátt og á að hafa frelsi til að haga sér eins og hann vill á þessum degi.
Nú er ég trúuð en það er engin hætta á því að ég banni börnunum mínum að hlægja á föstudeginum langa. Ég mun að sjálfsögðu fræða þau um hvað gerðist á þessum degi, dagurinn verður ekki eins og hver annar og ég mun kenna börnum mínum að bera virðingu fyrir trúarbrögðum, bæði þeirra og annarra.
Í ljósi þess finnst mér ummæli dagsins, vægt til orða tekið, svona frekar óviðeigandi. "Ég sé ekkert óviðeigandi við að fyndnasti maður Íslands sé krýndur á sama degi og Kristur var krýndur sinni kórónu," segir Oddur Eysteinn Friðriksson, umsjónarmaður keppninnar. "Ég er viss um að hann hefði komið á keppnina sjálfur hefði hann ekki verið örlítið bundinn."

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com