VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.4.07

Hæ hó

Ég átti yndislega páska. Eyddi þeim aðallega í Reykjavík en eitthvað smá í Borgarfirðinum. Ég gerði heilan hellling og eiginlega allt nema að læra.

Um páskana:

- fór ég á stjórnmálafund, þar voru Eiríkur og Marín látin flytja ræðu, óundirbúin, en ég slapp með skrekkinn.. hehe
- fór ég í obbosslega fína afmælisveislu til Diljár og gæddi mér á heimabökuðu gúmmulaði
- fékk ég RISA-páskaegg
- jókst enn á baunaskattinn þar sem að ég verslaði nokkrar flíkur
- fórum við Einar í flotta fermingu
- fékk ég mér sjávarréttasúpu á Thorvaldsen
- fórum við Einar í brunch til Herdísar og Stulla, ýkt næs
- fórum við Einar í glæsilegt þríréttað matarboð- humarpaté, kalkúnn og marangekaka
- fórum við Einar ég í leikhús og sáum Mýrarmanninn
- smakkaði ég alvöru Racklett í 1. skipti hjá tengdó
- knúsaði ég kútinn
- fann ég engar hreyfingar :(
- rúntuðum við Einsi á bílnum um Borgarfjörðinn í dásamlegu veðri
- prófuðum við Einar nýtt kaffihús, Geysir -bistro og bar
- fór ég í náttfatapartý með HÁS
- horfði ég á Happy feet með Katrínu og Sverri
- tókum við video-kvöld heima hjá Óla frænda
- fór ég í Kolaportið með Diljá og Írisi
- grilluðum við Katrín fyrir liðið í Selvogs og bökuðum súkkulaðiköku

þetta er svona það helsta sem að ég man eftir akkúrat núna. Eins og þið sjáið = ljúft líf.
Ég fékk 2 málshætti. Annar var svona : Að hika er sama og tapa og hinn var : Sá vinnur oft er undan lætur. Reyndar fengum við Einar þennan seinni saman og hann á nú barasta ágætlega við :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com