VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.5.08

Eurovision í kvöld!

Það er partý í kvöld í Arnarkletti og veðbankar opnir. Þið getið spáð um þrjú efstu sætin og í hvaða sæti Ísland lendir hér í kommentakerfinu. Gaman væri líka að heyra hvert er ykkar uppáhaldslag.
Við ætlum að vera með mexikanst þema í kvöld þ.e. super nachos, kjúklingaleggi, corona bjór, tortillur, salsaídýfur og doritios.
Ég spái Úkraínu, Svíþjóð og Portúgal í 3 efstu sætin. Söngkonurnar frá Úkraínu og Svíþjóð eru í silfurlituðum snípkjólum og það eru garanteruð stig! Svo spái ég Íslandi í 11. sæti. Uppáhaldslagið mitt er franska lagið. Góða skemmtun!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com