VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.8.08

Ólétt og vitlaus

Ohoo ég er eitthvað orðin svo ólétt. Og já bara allt að gerast í bumbunni. Spörk og pot og hamagangur bara. Ég sem að var búin að panta rólegt barn! Við förum í sónar í vikunni og erum svakalega spennt yfir því. Samt verð ég að viðurkenna að ég gleymi því stundum að ég sé ólétt.... er ekkert að liggja yfir því hvað er að gerast í hverri viku eða neitt þannig. Þarf oft að pæla í því á hvaða viku ég sé. Maður er líka svo bissí að elta krílið sem að þegar er fætt.

Ritgerðin er á hold og fer ekki í loftið fyrr en í haust. Krílið byrjar hjá dagmömmu í vikunni og þá verður lagst í skrif. Ritgerðin verður allaveganna að vera búin fyrir fæðingu næsta krílis. Annars er ég í vondum málum *ræsk*.

Núna er ég að horfa á einhverja 12 ára sirkusstelpu í Kastljósinu beygja sig og snúa eins og hún sé liðamótalaus.. get fullvissað ykkur um að ég get þetta líka!

Horfði á strandblak kvenna áðan. Þetta er nú meira kroppashowið? Verð að segja að mér finnst þetta frekar hallærisleg grein, af hverju ekki að spila bara venjulegt blak? Svo dönsuðu þær allar í hóp eins og klappstýrur.. ekkert skrýtið að karlpeningurinn fjölmenni á pöllunum.

Annars er óvissuferð hjá vinkvennahópnum um helgina, það verður speheeees.

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com