Smá updeit
Jæja, þá erum við komin heim og auðvitað er alltaf gott að koma heim, segi svo sem ekki annað. Ekki laust við að við söknum Tenerife þó. Það besta við að koma heim var að fá ííííískalt vatn með klaka. Þoli ekki að drekka þetta plastvatn. Jóli litli verður líka að fá íslenskt vatn.
Nú, ekki var heldur slæmt að hitta fjölskyldu og vini. Fór út að borða með góðum hóp á fimmtudagskvöldið.. ljóshærðu systurnar og þessi fimmta dökkhærða ættleidda slógu í gegn! Yndislegur lunch á föstudaginn og góðar stundir með stórfamelíunni um helgina. Herdís María hefur nú, á örfáum dögum, farið bæði í heita pottinn hjá ömmu og afa og nýju skjaldbökusundlaugina sína. Henni finnst svo gaman í vatni þessari elsku.
Lost... ég er alveg lost í Lost og Despó núna. Hef misst af 3 þáttum í röð. Sakna nú ekki spænsku og þýsku stöðvanna þarna úti. Sakna samt ítölsku stöðvarinnar soldið. Datt t.d. inn á fegurðarsamkeppni á þeirri stöð eitt kvöldið. Hef sjaldan hlegið jafnmikið. 3 dömur voru í úrslitum og áttu að lesa pistil um foreldra sína. Þær gátu það náttúrulega ekki fyrir sitt litla líf. Sú fyrsta var skást, munnvikin byrjuðu að titra í miðjum pistli en hún komst í gegnum hann svona með herkjum. Foreldrarnir grenjuðu henni til samlætis út í sal. Sú sem að var önnur í röðinni las með titrandi röddu um mömmu sína og í bakgrunni voru sýndar myndir af henni með mömmunni í blússandi hamingju. Þessi þriðja fór að hágrenja í 3ja orði. Og getiði svo hver vann?
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home