VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.6.08

Fréttir


Á Tenerife er gott að djamma diskótekunum á hey!!! Reyndar höfum við ekki farið á diskótek ennþá fyrir utan þetta sem er í sundlaugargarðinum á kvöldin. Einar dansar trylltur á því á hverju kvöldi.... einn. Ég skil samt ekkert í því að hann neiti því að koma með mér í salsa-kennslu hérna í hádeginu. Ég finn mér bara einn spænskan í það! Herdís María leikur við hvern sinn fingur, fitnar og stækkar og daðrar við spænska þjóna eins og henni sé borgað fyrir það. Þeir eru allir voða skotnir í henni. Hún, Haraldur Nökkvi og Eiríkur Tumi leika á alls oddi í lauginni og fíla sig í botn.
Herdís María hlakkar líka voða til að verða stóra systir en við eigum von á litlu kríli í desember. Allir voða spenntir :) Ógleðin að minnka sem betur fer en fyrir utan hana (og massíva þreytu) hefur allt gengið ljómandi vel á þessum fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. En nóg í bili. Set inn myndir af Tenerife-liðinu á næstu dögum.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com