VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.7.08

10 mánaða

Litla dúllan okkar er 10 mánaða í dag. Hún er þvílíkur orkubolti og þýtur um allt skríðandi eða í hlaupagrind. Hún togar sig upp um allt og reynir að standa í öðru hverju skriði :) Hún elskar fólk og sérstaklega aðra krakka og vill helst vera í action leikjum og hún elskar að láta bregða sér!! Mamman er hins vegar ekki eins orkumikil og litla dúllan svo þetta er stundum soldið strembið fyrir mömmuna. Herdís María er mjög hláturmild og fer mörgum sinnum á dag í hláturskast. Það er algjörlega yndislegt. Herdís María er mikill töffari og skælir sjaldan og harkar af sér ef að hún dettur eða rekur sig í. Hún er líka mjög forvitin og það er ekkert sem að fer fram hjá henni (það getur líka stundum verið soldið strembið). Herdís María er gjörn á að halda ræður og lyftir þá hendinni og heldur ræðu.... allir eiga að þegja á meðan og horfa á hana!
Hún er komin með 3 tennur og borðar aðallega ávexti og brauð með miiiiklu smjöri. Henni finnst hakkið og spagettí-ið hans pabba síns líka mjög gott. Hún hefur minni áhuga á sjónvarpi en áður og helst ekki lengi við það. Vill bara vera að syngja og dansa með mömmu sinni. Uppáhaldslagið hennar núna er Þytur í laufi og hún skellihlær í Vertu til er vorið kallar á þig :) Hún byrjar hjá dagmömmu í næsta mánuði og það verður gaman fyrir hana að hitta og umgangast aðra krakka. Held að henni leiðist stundum með mömmu sinni (þótt mamman sé mjög dugleg að leika). Herdís María getur verið mjög óþolimóð og vill gera allt strax. Svo getur hún tekið sig til og dundað heillengi ef að henni finnst eitthvað spennandi. Hún getur verið algjör gelgja og finnst foreldrarnir stundum aaaaalveg vonlausir, þá kvartar hún hástöfum. Herdís María segir "mamma" og meinar það ;) og svo segir hún "þetta" og "datt".
Núna eru bara 2 mánuðir í fyrsta afmælið... spennandi :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com