VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.7.08

Red Apple

Langaði að benda ykkur á Red Apple Apartments. Í gegnum það fyrirtæki er hægt að leigja íbúðir í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Fleiri borgir detta inn á næstunni. Endilega kíkið á þetta, ekkert smá sniðugt hjá Ragga og Sessu.

Þessi grein birtist á/í Vísi á dögunum:
"Hjónin Sesselja Birgisdóttir og Ragnar Fjalar hafa sett á fót skemmtilega nýjung í ferðamennsku með fyrirtækinu Red Apple Apartments. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir fyrirtækið sig í leigu á íbúðum til styttri tíma, frá einni nóttu upp í nokkra mánuði og þær eru nú í boði í Reykjavík og Kaupmannahöfn, en bráðum bætast við borgirnar Ósló, Helsinki og Stokkhólmur. " Við útskrifuðumst bæði í fyrra úr mastersnámi í alþjóðamarkaðsfræðum og vörumerkjastjórnun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð," útskýrir Sesselja. "Ég hafði hug á að nema meira í stjórnun en Ragnar ætlaði að stofna sitt eigið fyrirtæki. Svo skemmtilega vildi til að Lundarháskóli bauð í fyrsta sinn upp á mastersnám í frumkvöðlafræðum og meginmarkmið námsins var að stofna fyrirtæki og við nýttum að sjálfsögðu námið til að steypa grunninn að Red Apple Apartments." Að sögn Sesselju er Red Apple Apartments fjölskyldufyrirtæki sem rekur miðlun á internetinu. "Markmið okkar er að bjóða upp á fjölbreytt úrval fullbúinna íbúða sem jafnast á við eigið heimili. Við hvetjum íbúðareigendur sem hafa áhuga á að skrá íbúðir sínar til leigu að hafa samband og skráning er að kostnaðarlausu." Frekari upplýsingar er að finna á http://www.redapplecopenhagen.wordpress.com/ og http://www.redapplereykjavik.wordpress.com/ "
Til hamingju með þetta kæru vinir.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com