ég er ekki alveg að nenna að blogga þessa dagana.... er bara eitthvað leið á þessu röfli... en ykkur að segja hef ég það ljómandi gott.
Fór á Bowling for Columbine um daginn og finnst hún brill... reyndar er hún engin heimildarmynd heldur pjúra áróðursmynd, það skiptir mann bara minna máli þegar að maður er sammála því sem sagt er :-)... Þessi More-karakter er nú samt saga til næsta bæjar og aðeins ofmikil dramadrottning fyrir minn smekk... hann skýtur soldið yfir markið stundum, eins og þegar að hann veifaði myndinni af litlu stelpunni framan í Heston sem reyndar hafði áður skotið sig í fótinn, ekki einu sinni heldur þrjátíu og þrisvar sinnum, í viðtalinu fyrr í þættinum... vá Heston gamli hefði alveg eins getað verið áfram á Planet of the Apes!!
Helgin var mjöööööööööööööööög róóóóóóóóleg... hafði það þvílíkt gott í saumó á föstudagskvöldið og kíkti svo stutt í innflutningspartý áður en ég lagðist í bælið sem ég var svo komin í kl. 23 á laugardagskvöldinu... vá hvað það var gott... var og er alveg búin á því eftir púlið í ræktinni... er núna með harðsperrur dauðans... og get varla haldið á penna :-(
nú er verið að plana páskana á fullu... gleðin byrjar á fimmtudaginn en þá förum við nokkur upp á Akranes já takiði eftir Akranes.... og djömmum feitt fram á föstudaginn laaaaaaanga.... svo verður fjölskyldupakkinn tekinn á þetta um helgina enda frændfólk mitt frá Svíþjóð að mæta á klakann góða á Skírdag.....
ps ekkert páskaegg fyrir mína....
Mætingarlisti v/Akranesssukkogsvínaríferðina:
kk:
VIP
LEE
RMV
ATOTT
kv:
SiH
Britney
Diljá draumur
Helga Guðný
<< Home