Blessað sé fólkið til sjávar og sveita.... lördag runninn upp og ég í vinnunni að blogga meðan að ég keyri massa skrá í tilefni dagsins.... Þið megið gjarnan óska mér til hamingju því ég er formlega gengin úr Starfsmannafélagi Samlífs en hef þar setið sveitt sl. 3 ár og reynt að kæta vinnufélaga mína með allskonar sprelli ;o) Það hefur því miður tekist misvel og hefur mér oft á tíðum þótt þetta starf fullerfitt og slítandi... já það getur tekið á að peppa upp móralinn...!! En allaveganna þá var barasta grillað í veðurblíðunni í gær! Óðinn tók fram lamba og svínakjet og skellti því á grillið að hætti hússins og nýkjörin stjórn: Guðrún, Óðinn og Inga settu upp sólgleraugun og fögnuðu komandi starfsári... Halli sem kosinn var varamaður.. ákvað að nota varirnar mikið á næsta starfsári ;-) Það var mikið stuð, samt misjafn eftir mönnum og reyndar konum en þeir allrahörðustu enduðu á Thorvaldsen-Hverfisbar-Thorvaldsensröðin-Nasa... Vá Nasa var þvílíkt að rúla :-/ vá það voru BARA útlendingar þarna og við Harpa lentum í nokkrum svenske drenge sem hnöppuðust í kringum okkur og það var ekki hægt að sleppa frá þeim hvernig sem að við reyndum! "Minn" Svíi var svona soldið lúðalegur samt ekki... var ágætlega myndó en í hryllilegum fötum og múvin!!!! djí ekki býð ég í þau aftur.... hann vildi endalaust vera að slengja afturenda sínum í minn og blikkaði mig stanslaust.... sem ekki væri í frásögur færandi nema að hann gat ekki blikkað með öðru auganu þ.e. hann blikkaði alltaf með báðum sem gerði það að verkum að leit frekar út eins og spassi með augnvírus en kúl höstler... Svo spurði ég kurteislega hvað hann væri að gera hér á Fróni og hann sagðist verða á ráðstefnu um losun úrgangs og einhvern veginn kom hann því að hvað hann væri mikið menntaður og álitlegur fengur. Harpa var í mestu vandræðum með sinn sem minnti óneitanlega á Russel í Bachelorette, þvílíkt ágengur og með Saterdaynightlive-taktana á fullu.... hann viðurkenndi hins vegar fyrir henni að í raun væru þeir ekki á neinni ráðstefnu heldur segðu það bara við konurnar sínar og börn en færu svo í skemmtiferðir og heilluðu kellingarnar, voru t.d. á Ítalíu í janúar!!! Kræst... þvílíkir eðalmenn!!!!! Svo þegar við ætluðum að fara að kveðja vildi "minn" ólmur hitta mig annað kvöld og lék með tilþrifum grát og hve sorgmæddur hann væri að ég væri að fara frá honum...... get a live.. ;o)
Annars hefur þynnkan svifið yfir vötnum í dag hjá minni. Ég tróðst um í Kringlunni áðan... mætti halda að það væru jól..... fékk mér bananaís með hnetudýfu og ætlaði að versla fermingargjöf, tókst ekki.. gengur betur næst. Svo er það djamm og djús í kvell..... ammæli hjá henni Diljá minni. Hún er reyndar í Bláa lóninu núna í góðra vina hópi en ég sit á þunnu rassgati í vinnunni :o( en ég hitti liðið í kvell í fordrykk hjá dömunni og svo förum við á Tapas :-) gaman gaman
En heyrumst síðar kæru vinir
knús knús og kiss kiss
Ps. hver var að svindla í kosningunni!!!! Djöll getur fólk verið barnalegt!!
<< Home