VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.3.03

Helgin var bara glimrandi fín... smá pistill : Saumó á föstudagskvöldið... brilliant að hafa saumaklúbba á föstudagskvöldum, ekkert stress og maður getur virkilega slappað af og haft það næs. Ég bauð upp á Mexikóska-sveitasúpu og svo komu nokkrar með sittlítið af hverju. Horfðum á American Idol og hlógum mikið yfir því. Við kjöftlum ógesslega mikið og skipulögðum árshátíð 5. apríl. Ætlum að fara út á land og djamma í bænum um kvöldið ;-)
Laugardagurinn fór í Kringluráp og þrif... og svo leikhús um kvöldið. Fór á með fullri reisn og skemmti mér mjög vel. Diljá yndi bauð mér og við vorum bara komnar í svaka stuð þarna í lokin og klöppuðum eins og vitleysingar ..!!! he he..
Fór í mat til m+p á sunnudagskvöldið og fór út að skokka!!!!! klapp fyrir mér...

Survivor í gær.... þetta er nú leiðinlegasta serían... ég er ekki alveg að nenna að horfa á þetta :-(... alveg dottin úr stuði. Hópunum var samt blandað saman í gær og kannski að þetta verði þá eitthvað meira spennandi??? Aldrei að vita.....

Svo er það kannski bara stríð á allra næstu dögum.... ekkert smá sorglegt :-( Ég vona svo innilega að eitthvað breytist en einhvern veginn finnst manni að það sé löngu búið að ákveða þetta stríð. Svo eru Rússar núna móðgaðir og ætla að fresta afvopnunarsamningum svo það er vonandi að USA og þá allur heimurinn um leið fái þetta ekki allt framan í sig á endanum :-(

Ps.s en hérna er uppskriftin af súpunni (fyrir áhugasama): (fyrir 3-4)
150g beikon
6 sneiðar púrrlaukur
3 stórar kartöflur
3 stórar gulrætur
150g maís
1 dós hakkaðir tómatar
3 dl vatn
1-2 súputeningar
2 dl rjómi
1/2 tsk chilliduft
salt og pipar
Skerið beikonið í litla parta og mýkið það ásamt púrrlauknum í potti. Setið tómatana síðan út í ásamt vatni og súputeningnum. Skerið niður kartöflur og gulrætur í litla teninga og bætið því út í. Látið þetta malla og piprið, má setja salt en það er óþarfi (beikonið er alveg nógu salt). Þegar að kartöflurnar og gulræturnar eru orðnar soðnar, bætið þá rjómanum, maísnum og chilliduftinu út í. Setjið minna af chillidufti heldur en meira, smakkið til (það leynir á sér!!). Látið malla..... og síðan borið fram með heitu brauði.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com