VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.4.03

Váááá hvað er eitthvað brjálað að gera !! og það er kominn apríl!!! Ég er alveg sveitt hérna megin að reyna að nýta tímann og framkvæma allt sem að ég vil framkvæma ;o)
Annars var helgin rosalega góð fyrir mig... byrjaði með stæl á fimmtudagskvöldið en þá fórum við Helga Guðný í leikhús á Puntilla og Matti... byrjuðum reyndar á Stjörnutorgi með því að sulla niður he he... en höfðum það svo rosalega gott í leikhúsinu. Sýningin var fín, velleikin og nokkrar mjög góðar senur. Þetta er ádeila á ýmsa hluti í þjóðfélagsskipan og einnig sterk umfjöllun um tilfinningar og röksemi... hvort eigi að blanda þeim saman eður ei ;-)
Föstudagskvöldið var brill... Eiki bro bauð mér í mat og við átum kjulla með bestu lyst og horfðum svo á Gettu betur.... og ég segi bara fyrst kemur MR MR MR, svo kemur MR MR MR, síðan kemur MR MR MR ENDALAUST!!! Bara svona til að vera óþolandi ;-) Svo fengum við okkur bjór og tjilluðum fyrir framan digital-vélina hans Eika ;o)
Laugardagurinn var frekar hollur til að byrja með, fór á æfingu og horfði á leikinn... skellti mér í vinnu og svo í leikhús um kvöldið. Sá Kvech með Diljá og TInnu.... og svo trúnó og skrall á eftir. Ég drakk 2 bjórum of mikið eða var það kannski hvítvínið sem að Diljá hellti í mig á Ölstofunni.... ;-) var í múnderingu frá Kína og virtist alveg slá í gegn.....!
Sunnudagurinn var svo óhollustan uppmáluð... video, sukkmatur og djöll svaf ég... þynnka helvítis og bla bla bla......
Svo á mánudeginum frétti ég að helgin hefði kannski ekki verið svo góð fyrir alla :-( dauðsföll og veikindi... slys og fleira hefur fengið mig til að hugsa og vera slatti þakklát fyrir mig og mína.... ég fékk martröð í nótt... eitthvað að taka þetta allt inn á mig en svona er víst lífið!

En að öllu skemmtilegra.... ;-) Tryggingaskólinn.... var mætt þar first thing.... reyndar svaf yfir mig... vaknaði kl. 8:04 og var komin 8:12 sem sagt 2 mín ofseint..... kalla mig helv. góða...
Sat þar yfir áhættumati og satt best að segja er ég komin með netta paranoju... vá hvað getur margt farið úrskeiðis...!!! Við vorum sko að tala um bruna... og gas og solleiðis dót.. og ég er bara orðin skíthrædd... er að pæla í því að fara ekki útfyrir hússins dyr það sem eftir er.. eða vera kannski úti þar sem eftir er... eða... æi fokk itt skítt í þig!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com