Fór á Lilja 4-ever í fyrradag. Þetta er hræðileg mynd og mjög sláandi. Ég grenjaði úr mér augun og fylltist viðbjóði og fannst myndin einum of raunveruleg fyrir minn smekk.... Þessi sænski leikstjóri er ekkert smá flinkur í því að grípa raunveruleikann og stundum finnst manni eins og leikararnir séu ekki að leika heldur sé þetta alvöru fólk.... Lilja er brillant velgerður karakter og velleikin. Manni þykir eitthvað svo vænt um hana og vill henni svo vel og þess vegna er svo sárt að horfa upp á örlög hennar. Ég var alveg allt þriðjudagskvöldið að jafna mig og er ennþá að hugsa um myndina og reyni að hugsa sem minnst um dvöl hennar í Svíþjóð... ég vil bara ekki trúa því að þetta sé að gerast á Norðurlöndunum!!! Myndin fjallar sko um 16 ára rússneska stelpu sem að er plötuð í vændi yfir til Svíþjóðar.... vá djöll var ég eftir mig....
...... og að raunveruleikanum.... stríð í Írak. Íslendingar og 29 aðrar þjóðir komnir í stríð við Íraka. Ég fæ alveg hrollinn..... samt er þetta eitthvað svo langt í burtu.... ætli maður verði ekki dofinn fyrir þessu þegar að maður sér fréttir af þessu aftur og aftur... eins og með Ísrael og Palestínu og þegar að stríðið var í Bosníu... maður var bara hættur að kippa sér upp við þetta allt saman.... við hérna á skerinu með tannburstann og Skjá 1 planandi sólarlandaferðir og hvað eigi að gera um helgina.... mér er spurn.... but life goes on.....
og að skemmtilegheitum.... ég er þvílíkt að rokka á æfingu.... hleyp af mér spikið á hverjum degi.... :o)
<< Home