VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

8.8.03

Afhverju er maður alltaf að bíða eftir einhverjum atburðum sem að eiga eftir að gerast??
Alla vikuna bíður maður eftir helginni, svo bíður maður eftir jólunum, sumrinu þessu og hinu.... en afhverju nýtur maður ekki betur líðandi stundar... afhverju lætur maður atburði framtíðarinnar taka svona mikið pláss í núinu???
Ég ætla núna að vakna á morgnana og hugsa: vá hvað þetta verður frábær dagur... ég hlakka svo til í dag.... ekki vera með allaf með hugann í framtíðinni... já njóta líðandi stundar...
Núna á ég nefnó bara nokkra daga eftir í vinnunni minni... hér hef ég verið næstum hvern virkan dag í 5 ár og liðið vel.. eignast fjölda vina og á eftir að sakna þeirra mikið.... Ég ætla því að njóta hverrar mínútu sem að ég á eftir hérna í Samlífinu mínu og mæta svo hress í skólann!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com