Ég er ennþá að jafna mig eftir helgina.... ég sver það mér hefur verið byrlað eitur.... var því í bakkgír í gær... fór samt í ræktina á eftir vinnu og labbaði á 4... með grjót í maganum meðan gæinn við hliðina á mér hljóp eins og moðerfokker... ég tók bara mín hænuskref og horfði á Seinfeld... hei og svo var það ein gella sem gekk um allt og var mjög bissí að horfa á sig í speglunum... setti í sig fléttur og tagl.... hmmm nei best að hafa það slegið....kræst svo var hún komin úr bolnum og stóð þarna á toppnum að teygja eitthvað á... ég og Kata skvís brostum út í annað :-)
svo var það Taken með Ziggy hæfæ... merkilegt hvað er búið að blása þetta upp... ég var bara soldið spennt og við skelltum spólunni í og biðum í klukkutíma eftir að þátturinn myndi byrja!! Frekar svona rólegt... og söguþráðurinn minnti mig bara á helgina... aliens að spóka sig og steikjast eitthvað! Fórum svo í ísbíltúr með Hafdísi... ég meina ég var í missjoni að stækka grjótið í maganum mínum... kannski að það myndi plompa!!!! Vaknaði svo tiltölulega hress í morgen.... held að þetta sé bara allt saman að koma......
<< Home