VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.7.03

Þriðjudagsúði... og vikan fullpökkuð fyrir minn smekk.... matarboð og kaffiboð hægri-vinstri og svo nálgast helgin óðfluga. Laugarvatn og bústaðurinn tekinn næstu helgi... grill-potturinn-skot og snafsar-video-nammi-göngutúrar og þið getið rétt ímyndað ykkur. Eyjarnar látnar eiga sig í þetta skiptið, enginn leigubíll tekinn á Bakka og flogið yfir í 100 vindstigum í óþökk foreldra og forráðamanna...
Helgin var fín, fór í ræktina sem er meira en hægt er að segja um undanfarnar helgar en ég hef ekki alveg getað drullað mér á bassann í musteri líkamsræktar sökum skemmtanalífs það sem af er sumri... kötu skvís til mikillar mæðu :-)
Helgin var boðin velkomin með grilli í Hafnarfirði!!!! þar sem hvítvín var sötrað undir góðri tónlist. Aðeins kíkt niðrí bæ þar sem flestir voru á svipaðri röltbylgjulengd og við "asin" draugabær...
G&G klikkuðu ekki á KB á laugardagskvöldinu þar sem dansað var uppá borðum og pulsan tekin...
Stemmningin er soldið blaut núna svo ég græt söltum tárum og bið ykkur vel að lifa meðan ég glotti út í annað
sniff sniff
LOL
Mæbba

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com