VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.8.04

Jæja nú ætla ég að vera duglegri að blogga, er að reyna að poppa síðuna upp en hef ekki enn þá náð að setja inn kommentin.. finnst eitthvað hálf slappt að blogga og geta ekki lesið nein komment... svona er maður mikil félagsvera eða eins og ég vil kalla það féló...:-)
Það var skólafélagsfundur um daginn og þá fékk ég nettan fiðring í magann og hlakkaði rosa til að byrja aftur í skólanum. Við vorum að pæla í að halda útilegu helgina 13-14 ágúst og reyna að smala einhverjum nýnemum þangað (gangi okkur vel sigh) Þessi útilega er nú reyndar dáldið í seinni kantinum but.... vegna óviðráðanlegra ástæðna gátum við ekki haldið hana fyrr.

Hey já verslunarmannahelgin var sl helgi eins og allir vita en ég eyddi henni innan borgarmarkana þar sem að ferðafélagi minn til Akureyrar fékk brjósklos og treysti sér ekki í langferð.... ég fór því í afmæli á föstudagskv. og laugardkv. Það var mjög gaman í báðum afmælunum, reyndar aðeins meira drukkið í því fyrra og Sálin í botni... Svo var partý í Árbænum á sunnud.kv þar sem að ég rústaði öllum í drykkjuleik.. allaveganna Siggu því hún var sofnuð um miðnætti... he he... Við Sigga tókum svo 24 maraþon á mánudeginum og gláptum á 12 þætti í 1. seríunni og mig dreymdi bara Jack Bauer og forseta USA nóttina þar á eftir.... sem sagt svaf ekki mikið fyrir eltingarleikjum og morðhótunum....
Karlamálin voru steikt um helgina, gamlir loverar dúkkuðu upp hist og her um bæinn, annað hvort símleiðis eða á öldurhúsunum, nýjir gæjar voru ýmist lítið spennandi eða vant við látnir... en helgin var nú samt bara í heildina litið alveg að virka fínt :o)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com