VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.12.04

Jæja nú er hápunktinum náð í hátíðarhöldum og ég sofnaði í nótt alveg úttroðin af jólamat, konfekti og mandarínum.... ég vaknaði því södd í morgun og hef nú hafið heilsusamlegra líf, allaveganna fram á næsta föstudag.... Ætla að reyna að snúa sólarhringnum við frá og með morgundeginum og mæta í ræktina og eyða jólapeningnum í Kringlunni. Svo bíða jólabækurnar í tonnatali og ég verð að herða mig í lestrinum ef að ég ætla að komast yfir þær áður en að skólinn byrjar......
ég ætla að taka smá bloggpásu núna fram á nýtt ár svo ég bið ykkur vel að lifa og gangið hægt um gleðinnar dyr þegar að þið fagnið nýju ári !! :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com