VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

8.12.04

Alþjóðahúsið, kjúklingasallat, World class, Bachelorette og Liverpool...

Umm dagurinn í dag var góður.
Ég fór á kaffihúsið í Alþjóðahúsinu og hitti misserishópinn minn... hversu kúl er það fyrir okkur gellurnar að vera í hóp með gaurum sem hafa verið/eru
nr. 1 fangavörður,
nr. 2. hornamaður í meistaraflokki,
nr. 3 hönnuður eve-online og
nr. 4 búið í Paraguay og átt kærustu sem heitir Rita !
Við gellurnar eigum ekki sjéns í þetta he he...

Nú svo eldaði ég rosalega gott kjúklingasallat
Kjúklingasallat f. 2
2 bringur (smátt skornar)
klettasallat
4 tómatar (smátt skornir)
hálf agúrka (smátt skorin)
1/2 rauðlaukur (guess what, smátt skorinn)
4 msk gular baunir
(feta ostur)

og skellti mér svo í World class þar sem að ég horfði á Bachelorette meðan ég brenndi kjullasallatinu. Ég væri nú alveg til í að hafa 25 menn (hand-picked) fyrir mig og mega svo bara dissa þá af vild. Sá strax 3 þarna sem að ég myndi alveg geta fallið fyrir en svo voru svona 20 þarna sem að voru alveg OFF he he... nei nei segi svona. Annars er þessi þáttur eins og sniðinn fyrir væmnina í mér, ég þreytist aldrei á því að heyra fullorðna, föngulega karlmenn tala um barneignir og giftingar og happely ever after.....
Ég sé nú strax að inniskóa-gæinn á eftir að koma sterkur inn í þessa keppni... sem minnir mig á það að mig vantar inniskó (hint hint jólagjöf) einhverja djúsí og góða :-)
Nú meðan ég horfði á Bachelorette horfði ég á Liverpool vinna í meistaradeildinni og sá nokkra gaura misstíga sig af gleði á hlaupabrettunum þegar að Gerrard skoraði :-) gamanaðessu......

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com