VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.12.04

Mission “Jólakærasti”

...er hafin. Tók reyndar forskot á sæluna síðustu helgi þegar að ég prófaði nýja kjólinn minn en gerði þau stragetísku mistök að undirbúa ekki orrustuna sem skyldi. Því hef ég ákveðið að taka þessa helgi, leggjast undir feld og leggja herkænskulega á ráðin fyrir næstu helgi en þá verða öll skotvopn leyfð.
Mission “Jólakærasti” er hafin!!!!
Ég mun þannig kortleggja orrustusvæðið, þ.e. miðbæ Reykjavíkur, vel og vandlega áður en að ég geri atlögu að ógnvænlegum karlpeningnum. Orrustuvöllur 1, Hverfiz..... orrustuvöllur 2, Vegamót...... orrustuvöllur 3, Rex....... orrustuvöllur 4, Bar Bianco.... og svo videre....
þetta er farið að leggjast ansi vel í mig og þótt generalprufuorrustan á Thorvaldsen hafi tapast um síðustu helgi þá er stríðið ekki enn tapað!!!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com