Jæja nú er ágætishelgi næstum því að baki, gott afslappelsi fyrir missóvinnuna sem að hefst á morgun.
Um helgina sem sagt:
...drakk ég fullt af bjór
...ruglaði ég eitthvað í fólki
...daðraði ég við ranga aðila
...borðaði ég eila ekkert
...fór ég í ræktina
...fór ég í örtröðina í Smáralind
...keypti ég 3 boli
...týndi ég barni
...fann ég barnið (hjúkk)
...tók ég nokkra Laugara
...fór ég á sýningu með verkum Errós
...fékk ég fleiri afmælispakka
...ætlaði ég að kaupa skó sem að voru svo ekki til í mínu nr :-(
...fékk ég sms frá fullum strákum
...horfði ég á video
...fór ég í bíó
...surfaði ég á netinu
...fór ég í sund
sem sagt mjög góð og fjölbreytt helgi að baki
síjaleiter
<< Home