VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

29.11.04

Helgin um garð gengin, ég segi það enn og aftur : SVAKALEGA LÍÐUR TÍMINN FLJÓTT!
Helgin var nú bara eðall, átti fínt föstudagskvöld í faðmi misserishópsins míns en við þömbuðum bjór og tróðum í okkur pedsu yfir ædolinu. Það var alveg hreint ljómandi og ég komst að ýmsu um hópfélaga mína t.d. að Ömmi reyndi einu sinni að skjóta kródódíl en hitti hann ekki, samt var krókódíllinn sofandi....... Bjarki var einu sinni lúbarinn í Hafnarfirði fyrir að vera frá Selfossi! Eyrún var í lúðrasveit og laug stundum til um tognaða fingur til að sleppa við að ganga í skrúðgöngu.... Tóti skildi einu sinni en byrjaði þá bara með barnapíunni (hentugt þar sem að hún þekkti börnin hans og svonna :-) og Sverrir var einu sinni kýldur af dverg út á Spáni....

Laugardagurinn var algjört æði... við nóvemberstelpurnar fórum í tilefni af afmælum okkar í Laugar-Spa og prófuðum þar allskonar tegundir af gufum og fórum í ilmsturtu og ískalt steypibað... þegar að við vorum í uppáhalds gufunni okkar þá komu 2 gaurar inn upphófst þá mikið daður sem endaði í .. já já segi ekki meira :-) Svo sváfum við yfir okkur í lazy-boyjunum og þurftum að drífa okkur extra mikið til að missa ekki af borðinu okkar á Apótekinu, hlupum alveg til að mæta tímanlega en þurftum svo að bíða í 45 mín eftir borðinu... fengum fría drykki í staðinn og ég sturtaði í mig strawberry-mohito og varð smá tippsí og fór að blikka einn þjóninn sem að blikkaði mig á móti... ég beið náttla spennt eftir því að vaktinni hans lyki en ómægod þá mætti hann í þessari líka ógeðslega ljótu peysu að ég hef bara ekki séð annað eins.... grænblá með einhverju ógó munstri svo ég bara skellti mér á klósettið og þar hitti ég fyrir tvær dömur sem tóku upp á því að gagnrýna klæðaburð minn:" er þetta ekki einum of flegið???" mældu mig alla út með hneykslun og pískruðu.... kræst hvað tjeddlingar geta verið glataðar...
Nú svo lá leiðin á Thorvaldsen þar sem að ég hitti kennara minn og hann bauð mér að koma með sér í pottinn á nýja vinnustaðnum sínum!!!! Svo í röðinni á Rex heyrði ég einhverja krakka kvarta yfir ellismellunum inn á Rex, einn gaurinn sagði : " ef að mig langar að tala við pabba minn er ég bara heima hjá mér" ég sneri snarlega við úr þessari röð og arkaði upp á Ölstofu þar sem að var bara eitthvað ljótt fólk, sorry ef að einhver sem að les þetta var þar!!!! Jæja ég endaði á 22 þar sem að ég var eins og hestur í fjósi, alveg uppdressuð í nýja fína brjóstasjó-kjólnum mínum og stakk svo í augun að það var sárt.... einn gæinn kom til mín og sagðist ætla að bjarga mér því ég ætti svo sannarlega ekki heima þarna en samt var hann eins og nýkominn af viku fylleríi allur ógeðslegur og fínn... he he... einhver vitleysingur hellti bjór á nýju fínu kápuna mína og þá ákvað ég að nóg væri komið enda klukkan farin að ganga á 5 og hljóp út í rigninguna þar sem að hárið mitt krullaðist og ég baðaði út öngum og sneri mér í hringi og elskaði lífið (ps. ég var sko full) hikk hikk... he he

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com