VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.3.06


Bók og bíó.

Kláraði Vetrarborgina um daginn. Ég hef lesið flestar bækurnar hans Arnaldar og var mjög hrifin af þeim nokkrum. Ástarsagan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar í Kleifarvatni situr t.d. ennþá í mérsem og spennan í Mýrinni og Grafarþögn. En Vetrarborgin olli mér nokkrum vonbrigðum. Hún var alls ekki leiðinleg en ekki nærri eins góð og ég vonaðist eftir. Endirinn var líka frekar þunnur og allt rann einhvern veginn út í sandinn. Verð því að gefa bókinni ** stjörnur.

Fór á RENT fyrir nokkru. Þetta er bíómynd byggð á söngleiknum og alveg þrusugóð. Við Tinna grétum úr okkur augun og vorum mjög ánægðar með myndina. Ég elska tónlistina í RENT og þekki hana mjög vel og ef til vill spilaði það inn í? En ef að þið fílið söngvamyndir þá mæli ég með henni. Stjörnur: ***

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com