VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

4.10.06Tinna

Ég á vinkonu sem að heitir Tinna. Tinna er með stórt hjarta og magnaðar hendur. Hún er líka með seiðandi augu og svo er hún góð mamma. Hún er líka góð vinkona. Hendurnar hennar og hjarta hafa oft hjálpað mér og mér finnst ég vera heppnin að eiga hana að.
Ég og Tinna höfum átt margar góðar stundir saman, bæði tvær einar og í góðum hópi HÁS-stelpnanna. Tinna gefur mér gjafir og hún dúllar við mig. Hún dregur sig stundum inn í skelina sína en ó það er svo gott þegar að hún kemur út úr henni aftur. Ég er farin að þekkja hana Tinnu mína ansi vel og veit þegar að henni líður illa og þegar að hún er hamingjusöm. Ég held að Tinnu finnist gott að þurfa ekki að segja orð, henni nægir að líta aðeins í augun mín eða segja hluti á sérstakan hátt. Ég á FULLT af myndum af okkur Tinnu við ýmis tækifæri. Í þessari færslu er aðeins brotabrot af því skemmtilega sem að við höfum gert saman. Mér finnst Tinna töffari en stundum er hún samt gúmmítöffari.... en samt kúl gúmmítöffari :)
Til hamingju með afmælið elsku Tinna mín, lífið brosir við þér um leið og þú tekur nýju ári fagnandi.
Lovjú ...
þín Maj Britt

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com