VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

18.12.02

Í gær dressaði ég mig upp í mitt fínasta púss... fór í topp og pils úr Mango sem að ég keypti í Barcelona einn sólríkan sumardag þegar að allt lék í lyndi....... ekki að það leiki ekki í lyndi núna :o) það leikur svo mikið í lyndi að það leikur BARA í lyndi hí hí hí.... segi svona. Jább ég dressaði mig upp og skellti mér á jólahlaðborð... fórum fyrst á Borgina.... kræst það var horror... það var svona mötuneytisstemmari þarna og engin þjónusta... Ég var út úr kú í mínu fínasta pússi við hliðina á feitum prjónakellingum með hor.. og leið ekki par vel. Því var ákveðið að svissa yfir á Skólabrú og einhverju um óvænta uppákomu logið að þjónsgreyinu á Borginni.... Ég meina ég hef oft farið á jólahlaðborð og meðal annars á Borginni og það hefur verið jóló og fínt en þetta í gær var bara jólahlaðborð dauðans!!!! En sem betur fer enduðum við í betri stofunni á Skólabrú og ég át á mig gat..... ummmm smakkaði lunda í fyrsta skipti og hann var ágætur en höfrungur.......jukk.... fílaði hann ekki. Ég komst ekki einu sinni í eftirréttaborðið því maginn minn var svo stútfullur að upp úr flæddi :-)
Annars held ég að þessi jólahlaðborð séu á undanhaldi .... ekki nærri því eins margir sem fara á trilljón jólahlaðborð eins og oft áður... þetta svona dettur inn og út um gluggann.
Kvöldið endaði svo ekki fyrr en um 02:00 í nótt og augnlokin eru soldið þung núna á þessum síðustu og verstu :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com