VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

23.4.03

Vááá það er bara allt að SPRINGA hérna hjá minni... ætli það sé ekki verið að refsa manna fyrir það að hafa það ofgott yfir jólin.. nuhhuu ég meina páskana... (hvað hef ég eiginlega oft sagt jólin undanfarna daga).... en djöll hafði maður það gott... (shitt guðlast)...
þetta byrjaði heldur betur með stæl þegar að við skvísurnar skelltum okkur upp á Akranes ... hentumst upp í bíl alltof seinar (hmmm DJ) og brunuðum í gegnum göngin og upp hinumegin...
og þvílíkar mótttökur... ég get nú ekki orða bundist hérna á vefnum því gestgjafi vor, Raggio, heilsaði okkur með fordrykk og svo átum við þvílíka BBQ-ið ...tjakk fyrir Sigrún sæta... svo var aðeins fengið sér neðan í því (hmmm DJ) og tjúttað eitthvað frameftir.... einhverjir fengu kúlu á hausinn, einhverjir æfðu sig fyrir innlit/útlit he he.... en allaveganna þá var þetta flott, gítarspil og skemmtilegir leikir hmmmm jáseinómor. Föstudagurinn laaaangi var svo þokkalega laaangur og eyddist upp í pizzaáti og þynn..neibb ég meina ferskleika... ég meina ég fékk mér skyr og peru!
Páskahelgin var svo sykursæt...hafði það þvílíkt gott í faðmi fjölskyldunnar og matarboðin... verð að hrósa foreldrunum fyrir frábæran kalkún á annan í páskum.. shitt var hann góður.... jæja ég er farin að slefa hérna svo ég vind mér aftur að vinnu og er strax farin að hlakka til helgarinnar, allir upp í sumó :-) og já verður það kósýmæbba eða djammmæbba sem mætir á Vegamót í kvöld????
Er ekki alveg viss .... höldum spennunni í þessu... víííhíhíhí

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com