VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

11.7.03

Fór í stelpuafmæli í gær. Hún Unnur vinkona mín varð fimmtug og bauð 100 af nánustu vinkonum sínum í afmæli upp í Borgarnes, og þetta voru í alvöru nánustu vinkonur hennar... ég meina alveg stórmerkilegt hvað konan hefur sankað að sér mörgum vinkonum á lífsleiðinni. En allaveganna, við kellur á öllum aldri ásamt nokkrum velvöldum karlmönnum (6 talsins) héldum upp í sveit með rútu frá BSÍ. Allir mættu í hvítu og fengu hvítt og með því. Þett var brill og það var sungið og dansað... Majasæta skemmti sér mjöööög vel, eða alveg eins og engill!!!! Merkilegt samt hvað konur geta talað, blaðrað, kjaftað, hlegið ógeðslega hátt og rifist um orðið..... þetta var á tíma eins og fuglabjarg þar sem að standa þurfti upp á stól til að ná smá athygli.... tók svo 5 mín að fá hljóð eins og á Grænuborg....... en ammælið var brilliant!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com