VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.9.04

Jebb, þár mar kominn á klakann aftur og alla leið upp í sveit.
Portúgalsferðin var bara yndisleg í alla staði, hugljúfar minningar streyma upp í
hugann he he t.d. um hve lítið annað mar þurfti að hugsa um en hvert ætti að
fara út að borða um kvöldið og hvort að mar ætti ekki að snúa sér á sólbekknum......
Við vorum rosalega heppnar með veður og það varð meira að segja of heitt
á köflum svo við þurftum að kæla okkur reglulega í ískaldri sundlauginni.
Okkur leist nú samt ekkert á blikuna þegar að við lentum í Faro því að ég sver ... við
sáum enga mannveru fyrr en eftir marga marga klukkutíma... flugvöllurinn var mannlaus, bílastæðið og svo sá maður ekkert lifandi fyrr en við komum upp á hótel! Þar var okkur vinsamlegast vísað til herbergja og ég spurði í sakleysi mínu: Which floor?? og gellan í móttökunni alveg "- 1"... já já bara að setja mann í kjallarann!!!! Nei nei sem betur fer
fengum við svalir og útsýni og allt það he he... jæja allaveganna þá fórum við út að borða
á hverju kvöldi og leyfðu þjónunum að dextra við okkur... þetta er svo mikið
túristapleis að þeir kunnu flestir að segja takk, velkomin, þú ert sæt og þess háttar
svo maður fékk mikið af þannig komplimentum... svo voru náttla nokkrir sem að
héldu að við værum frá Finnlandi eða Hollandi, Svíþjóð eða já Íslandi!! Sumir fljótir að fatta það. Portúgalir eru líka ekkert smá fínir og þjónustulundaðir og við fengum matinn
nær alltaf strax og hann var mjög góður. Svo röltum við um torgin og
þræddum pöbbagöturnar, sötruðum fuuuuulllt af bjórum og kokteilum úlala...
já höfðum það bara voða næs...

+ ferðarinnar
+ Veðrið... ekkert smá gott
+ þjónustan... rosa snögg
+ allt blístrið og hrósið frá gæjunum
+ ströndin... gasalega falleg
+ hótelið... rólegt og hreint ... góður sundlaugagarður
+ maturinn... mjög góður
+ ferðafélaginn... Sigga Dóra alveg að standa sig
+ brúnkan... vátz kom hún fljótt
+ sólarlagið.... gegt rómó

- ferðarinnar
- Kúkurinn í lauginni.... gaur sem að var eins og kúkur og stal dýnunni hennar Siggu Dóru
- Parið sem að gat ekki hætt að slumma og sleikjast.... komumst svo að því að þau voru íslensk!!
- Luis..... gaur sem að gat ekki hætt að reyna við okkur
- allt blístrið og hrósið frá gæjunum
- Sjávarréttarkrappið sem að við fengum okkur fyrsta kvöldið ullabjakk
- of langt í ströndina
- sólarofnæmið hennar Siggu Dóru.... jógúrtin alveg að gera sig
- EKKKERT hægt að versla... sniff sniff

En já ég spái því alveg að maður dragi einhvern gaurinn þangað með sér í afslappelsi fljótlega... hmmm :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com