VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.10.04

Sælt veri fólkið....
Nú er laugardagur og mikið um að vera eins og vanalega... Sl. fimmtudagskvöld var hátíðarkvöldverður með Geir H. Haarde í boði Miðgarðs en ég sit í stjórn Miðgarðs. Kvöldverðurinn heppnaðist mjög vel og kom Árni Johnsen og spilaði undir undirfögrum söng fjármálaráðherra sem að tók O solo mio á eftirminnilegan hátt.... Árni tók líka Kartöflugarðana og þá var sko vel tekið undir. Eftir kvöldverðinn fór maður svo í afmæli á Kaffihúsinu til Silju og Tönju og tjúttaði þar áður en mar rölti upp í Hreddann en þar var ball. Í gærmorgun var svo mætt í arsemisgreiningu(með útsprungin augu) og reiknað sér til ólífis... he he fer sko ekki alveg vel saman þ.e. þreyta, þynnka og stærðfræði!!!
Í gær var svo farið í vísindaferð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hafði nú aðallega áhuga á að sjá húsið og það er ekkert smá mikið geimskip. Í anddyrinu horfir þú langt upp í loft, alveg 6 hæðir, og þar hangir pendúll sem að sveiflast hægt og rólega ....... bara vonandi að það komi ekki jarðskjálfti og pendúllinn fari að slást í glugga og taki bara tripp!!!
Í dag er svo aðildarfundur BÍSN (Bandalag íslenskra námsmanna) þar sem að við Bjarki og Ömmi mætum fyrir hönd Skólafélagsins. Það á víst að fara yfir starfsemi BÍSN og svo veitingar og læti hikk hikk he he...

En aðlafréttin er eftir!!!!!!!!!!!!!!!!! Í gærkvöldi komu Eikibro og Marín óvætn heim... mér brá ekkert smá þegar að ég sá þau þarna fyrir framan mig.... bjóst sko ekki við að sjá þau hérna á klakanum!!!! Þau ákváðu nefnó með mjög stuttum fyrirvara að skella sér í afmæli mömmu Marínar í dag.... mjög skemmtilegt SURPRICE :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com