VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

10.11.04

Próf, próf og aftur próf..... og enn eitt og svo eitt próf að lokum =5 próf
já og eitt búið ... reikningshald (andvarp) veit ekki alveg hvernig mér gekk, kannski gekk ég bara út í sjó, hvur veit... nenni ekki að hugsa um það próf lengur. Á morgun er arðsemin og í kvöld fór ég í maraþonaukatíma hjá honum Bjössa. Hriflan var alveg troðfull af fólki og allir alveg ARG!!
Jæja eins og þið vitið verð ég létt geggjuð þegar að próflestri kemur, get rifjað upp ýmis vangefin atriði úr Vallarkotinu í fyrra.... vá hvað maður er steiktur en vitiði hvað ég er allaveganna búin að raða skónum mínum eftir lit og stærð en ég tek skápin á morgun!!!!! Ég og Sigrún masteruðum í að setja saman kommóðu um daginn.... alveg gasalega miklir verkfræðingar með einn lítinn Bubba byggi þarna að vesenast í kring.... við eigum alveg hrós skilið :-)
Jæja best að koma sér í háttinn svo að ég geti metið fjárfestingar á sannfærandi hátt í fyrramálið..... (hjálp)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com