VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.12.04

Við erum búin með misserisverkefnið okkar!! Vorum á 1,2,3 Selfossi alla helgina í yfirlestri og kláruðum nú rétt undir miðnætti. Um leið og síðasta blaðsíðan kom heit úr prentaranum fór rafmagnið af öllum bænum! Svo við Ömmi (sem borðaði 5 hamborgara um helgina) keyrðum löturhægt í kolniðamyrkri út úr draugabænum (fyndið hvað allt verður sótsvart og maður verður hreinlega blindur) og ég var svo hrædd eitthvað að ég þorði ekki að líta í aftursætið! Nú við fórum svo náttla að tala um drauga sem endaði í skemmtilegri umræðu um trúarbrögð.
Á morgun skilum við svo skýrslunni innbundinni og undirritaðri og ætlum að skála yfir skilum í bjór... váts hvað það verður gott að skila þessari blessuðu skýrslu. Ég er samt mjög ánægð með hana og það verður ábyggilega stuð að verja hana, bara vonandi að maður fái skemmtilega kennara. Jæja svo komu einkunnirnar áðan og manni gekk bara svona glimrandi vel, tek á móti hamingjuóskum hér að neðan he he he...
Ég og Ömmi gistum hjá vini hans Ömma á laugardagskvöldið en við sátum yfir skýrslunni fram yfir miðnætti en um leið og við kláruðum beið vinurinn með bjór og alles handa okkur. Jæja strákarnir drukku svona 3 bjóra meðan að ég sötraði hálfan!! svo þeir fóru fljótlega að finna á sér því áður en að ég vissi af voru þeir búnir að blanda vodga í flatt og ógeðslegt pepsi-max (sem að ég var með í eftirdragi allan daginn) og komnir í þvílíkt trúnóstuð, drógu fram albúm þar sem að ég fékk að sjá þá með teina og asnalegar klippingar. Mig grunar svona að vinurinn hafi alveg verið tilbúinn að vera jólakærastinn minn en ég ætla að undirbúa mig betur.... hann gæti verið svona treider sendur af óvinunum!! Verð sko að undirbúa bardagann betur. Missionið er rétt að hefjast!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com