VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

13.1.05

Ball í Hreddanum
Í kvöld er ball í Hreðavatnsskála... ég er að hugsa um að skella mér. Annars hefur það tekið svo á að snúa sólarhringnum við að ég veit ekki hvort að ég tými að eyðileggja það aftur (er maður orðinn gamall or what??) annars var ég að skoða stundaskrána og mér til mikillar ánægju þá sá ég að fyrirlestrarnir á föstudögum byrja ekki fyrr en hálf tíu (jibbí) og verkefnatíminn er ekki fyrr en kl 13 svo þunnildið ég þarf ekki að mæta kl hálf tíu í arðsemisgreiningu eins og á haustönn!!!!

Stelpudjamm
á laugardagskvöldið næsta. Ætlum að mæta snemma á Vegamót og fá borð og sötra nokkur hvítvínsglös... voðalegt djamm er þetta á manni... ég bæti það upp með spinning í dag kl 17!!

.... best að halda áfram í stjórnunarleiknum, þróa og framleiða vörur, gefa út hlutabréf og svo framvegis.....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com