VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

5.1.05

Bachelorette

Lenny var rekinn sniff sniff.... kom í ljós í þættinum áðan að mamma hans er kolklikkuð trúarofstækismanneskja sem að greinilega kúgar syni sína og eiginmann... hún klúðraði þessu algjörlega fyrir greyið Lenny... sniff sniff...
Meredith valdi sem sagt frekar Chad sem er svo mest ósexy maður sem að mar hefur lengi séð.. svo er hann atvinnulaus í þokkabót, laug að Meredith um þetta atvinnuleysi sitt og svo býr hann hjá mömmu sinni, 31 árs gamall maðurinn!!!!
Jæja held að það sé nokkuð ljóst að Ian og Matti komist í final two.... sjáum hvað setur..

Afmælið mitt

verður haldið nk. föstdagskvöld og ég hef, af því tilefni, breyst í svakalegan herforingja sem að skipa famelíunni hægri vinstri fyrir verkum. Nú áðan sátum við öll í kjötbollugerð og svo verður það snittugerð, skinkurúllugerð og ég veit ekki hvað. Eikibro sér um að versla inn búsið og við systkinin erum rétt í þessu að setjast niður og útbúa lagalista svo að það verði hægt að dilla sér eitthvað í þessu afmæli... váts hvað ég er farin að hlakka til... búin að ákveða dressið og svo verður brúnkukremssessjón tekið annað kvöld ;-)

Pósturinn

hefur horn í síðu mér miðað við það að:

1. Boðskortin mín í afmælið hafa verið að berast seint og illa og ég er ekki einu sinni viss að allir hafi fengið boðskortin sín ennþá :-(

2. Pakkinn minn frá USA hefur ekki ennþá skilað sér en í honum voru nauðsynleg tæki til að vera sexy og sæt í sjálfri afmælisveislunni... þar á meðal nærföt og krem og ilmvötn og þannig. Þetta var sko afmælispakki og surprice afmælispakki í þokkabót....



|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com