Stórskemmtileg helgi að baki:
afmælið mitt heppnaðist vel.
Ég var náttúrulega í stresskastinu allan föstudaginn, smyrjandi snittur með Kötu skvís, Majunni og Tótlunni.... skipandi þeim fyrir með majonessprautuna að fríka út yfir mygluðum agúrkum (ég verða að segja að ég er verulega fúl út í Hagkaup því mest allt sem að ég keypti þar var bara eitthvað skemmt eða skrýtið!) Marín og Eikibro komu svo klyfjuð skreytingum og ég held að við höfum blásið upp svona sirka milljón hjartablöðrur.... Marín stjórnaði skreytingunum og salurinn varð alveg geggjaður!!! Nú svo þaut mar heim í sturtu, spaslaði og skellti sér í dressið og þaut aftur upp í sal til að taka á móti fyrstu gestunum. ( það er hörku vinna að halda svona boð!!!(
Afi minn hélt frábæra ræðu þar sem að hann jós yfir mig lofsyrðum og lét salinn taka þátt í þeim ósköpum :-) alveg hreint yndislegur... Nú Sigrún var veislustjóri og stóð sig með stakri prýði eins og við var að búast og flutti brag til mín og ég fékk tár í augun þetta var svo flott hjá henni. Svo var djammað og djúsað fram eftir og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega.
Næsta dag leið mér eins og ég hefði verið að gifta mig því að ég fékk svo mikið af pökkum, fullt af pening og skarti, peysur, eldfjallameðferð í Nordica spa, vínrekka, kertastjaka, roðskinnsarmband, vínflöskur, ilmvatn, bækur, mynd og fuuuuult annað. Takk fyrir mig :-)
Ölstofan var svo á dagskrá á laugard.kv. Við Tinna og Sigga D. ætluðum samt að fara á Vegamót en fengum ekki borð svo við röltum yfir á Ölstofuna þar sem að hvítvínsglösin urðu fleiri en 1 og 2 og 3... Dill kom svo seinna og ég fékk svo munnræpu dauðans þetta kvöld... kjaftaði á mér hver tuska við alla sem að vildu hlusta. Sá nokkara sæta stráka, kjaftaði við nokkra mjög skemmtilega og Maggi bað að heilsa Katrínu ... he he
<< Home