********Gleðilegt nýtt ár ********
Árið 2005 er gengið í garð. Ég las árs-stjörnuspána mína í mogganum, eins og ég geri alltaf á gamlársdag, og árið á að verða sérstaklega gott fyrir sporðdreka. Við skulum nú vona að það rætist. Árið 2004 var á margan hátt mjög óskemmtilegt þótt auðvitað hafi mjög margt sem er þess virði að muna eftir gerst. Mörgu vil ég þó gleyma. Það er ábyggilega þannig hjá mörgum samt... það getur ekki alltaf verið gaman ;-) En eins og undanfarin ár þá ætla ég að setja inn topp 10 lista f. árið.
10. Frjálsi fjárfestingarbankinn-góð reynsla og skemmtilegt að vinna þar. Erfitt fyrst en svo varð það BARA gaman :-)
9. Pixies-tónleikar- tónleikarnir sjálfir hefðu getað verið gaman, en ánægjan af að sjá þá live var bara svo rosaleg....
8. Akureyrarferðin í jan..... say no more.....
7. Rauða stelpukvöldið hennar Tótlu. Ég reyndi smá að hjálpa til og kvöldið var alveg rosalega vel heppnað....
6. Misserisverkefnið okkar núna í haust. Frábær samvinna og góður hópur og geggjaður árangur :-)
5. Salan á Gunnunni. Ég set vanalega ekki sorglega atburði inn á þennan lista en ég get ekki annað en minnst á Gunnuna mína. Þar átti ég margar góðar stundir, bæði ein, með kærustum og vinum mínum. Fullt af minningum... en váts hvað ég græddi á henni!!!!
4. Londonferðin og leikurinn England-Ísland. Þetta var fín ferð þó að maður hefði helst viljað sökkva ofan í jörðina þegar að Englendingar skoruðu 4 markið í 6-1 sigri sínum. Gaman rölta um markaðina með Sverri og Kötu skvís.
3. Bjarki og Ögmundur- væri byrjuð með þeim báðum ef að þeir væru ekki á föstu.... :-)
2. Skólafélagið á Bifröst-kosningarnar og setan í stjórninni með þessum frábæru krökkum.
1. Portúgalsferðin - þessi ferð bjargaði mínu litla sálartetri. Algjör sæla með Siggu Dóru minni
<< Home