VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

2.3.05

Sund

Mikið rosalega er gott að vera í sundi. Lá í heita pottinum áðan eftir að hafa synt 500 metra og lét nuddið sprautast af öllum lífs og sálarkröftum í mjóbakið mitt. ÉG slappa svo rosalega vel af og ekki veitir af. Ég er bara komin með nett leið á skólanum núna. Langar bara að vera eitthvað að dúlla mér og slappa af. Nenni ekki fleiri verkefnum. En allaveganna í sturtuklefanum voru nokkrar litlar stelpur skríkjandi og ég fór að hugsa um sundferðir okkar vinkvennanna í Breiðholtslaugina forðum daga. Vá hvað mér finnst eitthvað langt síðan að það var....
Hjörtun mín vöktu mikla athygli hjá litlu skríkjandi stelpunum og ég horfði á þær í speglinum, þegar að þær héldu að ég sæi ekki til, pískra og hvísla og benda og tala um hjörtun. Ég varð eitthvað meir og mjúk á leiðinni heim í Snæfinni og setti Jarðarber á og hlutstaði á væmna tónlist þar til að glitti í Bifröst......
og þá byrjaði að snjóa.......

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com