VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.3.05

Óskarinn

Mestu vonbrigðin:
Mér finnst að Marty, my man, hefði átt að fá Óskarinn BARA af því að hann á afmæli 17. nóvember... (og mér er sama þótt að myndin hafi verið leiðinleg) við sem erum fædd sama dag stöndum saman!

Besta kommentið:
Þulur: "Nú ert þú alltaf á lista yfir bestklæddu konurnar á Óskarnum, hvernig á að velja sér kjóla?"
Halley Berry: "já kona á að þekkja líkama sinn og klæða sig eftir vexti" !!!!!!!! dahaaaaa..... jamm rosa erfitt fyrir hana... klæða sig eftir vexti my ass ;-) annars þá fannst mér hún flottust eins og vanalega :o)

Asnalegasta ræðan:
Einhver gaur að syngja á spænsku, kunni pottþétt ekki ensku og var að reyna að bjarga sér á rómantískan hátt.... og Banderas grenjandi út í sal... he he he

Fyndnasta senan:
Þegar að Hillary Swank var öskrandi oní tónlistina

Sárasti taparinn:
Án efa Annette Benning þegar að Swank fékk óskarinn, tékkið á henni í endursýningu

Mesti pullinn:
Heiðursverðlaunahafinn Sidney Lumet

Stærstu feik brjóstin:
Einhver gella skyld eða gift heiðursverðlaunahafanum

Besti brandarinn:
Michael Moore brandarinn.... það að hann hefði frekar átt að gera heimildarmyndina Super size me en 9/11... hann væri allaveganna búin að vinna undirbúningsvinnuna vel, as in spiiiiiik feitur

Sætasta sætasta
Natalie Portman, dí hvað hún er sæt

Óskarinn var hin ágæsta skemmtun eða þar til að ég sofnaði ;-) Við Kata skvís átum á okkur gat af nammi og snakki og drukkum Pepsi í gríð og erg.... meðan við blótuðum öllum kroppalínunum... og bæðevei ég er byrjuð í megrun

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com