VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

5.3.05

Lífið

...er eitthvað svo skrýtið. Eins og stendur er ég mjög ánægð með það. Ég á milljón trilljón vini sem að eru beztir í heimi, ég á frábæra fjölskyldu sem stendur með mér sama hvernig viðrar. Nú, ég er í bezta skóla í heimi ;-) þar sem að ég fíla mig í botn og hef kynnst frábæru fólki, bæði nemendum og kennurum. Svo sit ég nú í stjórn Miðgarðs þar sem að ég get tekið þátt í stjórnmálaumræðu af fullum krafti og haft gaman af. Mér gengur súper vel í náminu og er með fína sumarvinnu og á leið til útlanda næsta haust. Jamm lífið gæti ekki verið betra :o) Samt er ALLTAF verið að spyrja mig hvort að ég eigi ekki kærasta..... fyrst var mér alveg sama og sagði bara nei nei... ekkert þannig núna. Ég hef nefninlega átt kærasta í 8 ár af sl. 10 árum og já síðasta samband endaði aðeins fyrir rétt hálfu ári. Núna er þetta samt soldið farið að fara í pirrurnar á mér, finnst eins og ég sjái einhvern svip á fólki þegar að ég svara spurningunni neitandi og hvað þá að ég sé barnlaus! Mörgum finnst þetta alls ekki sniðugt hjá mér og hálf vorkenna mér. Á tímabili fór ég að velta því fyrir mér hvort að ÉG væri kannski virkilega vonsvikin að eiga ekki fullkomna manninn og börnin 3 og væri bara að kenna öðru fólki um að vera vonsvikið?? en nei það er ekki málið. Einhvern veginn finnst bara mörgum eitthvað voðalega sorglegt að stelpa á mínum aldri eigi ekki börn né mann, sé bara eitthvað að "leika sér". Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er ekki einu sinni að pæla í að hætta að "leika mér" þótt ég eignist mann. Mig langar ekki að eignast börn alveg strax og plönin mín eftir Bs eru ekki mann og barnvæn... jahaaa stundum er erfitt að búa í þjóðfélagi sem að byggist upp á ungum fjölskyldum sem koma í Innlit útlit og eiga ALLT ... flott innbú, sæt börn og allt voða æðislegt, þegar að maður sjálfur býr á heimavist, lærir allan daginn og fer að djamma um helgar! Fer svo frekar á interrail heldur en að kaupa nýjustu gerð af bíl. Æ mér finnst ég stundum bara sorgleg. En úpps þessi færsla sem byrjaði svooo jákvætt er að enda í tómri vitleysu he he.... en já, hvað er ég að skammast mín fyrir það að finnast líf mitt eins og það er rosa gott???
lífið er bara óútreiknanlegt og það er það frábæra við það :o)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com