VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.6.05

17. júní

Ég hef ekki enn komið mér upp 17.júní hefð og já ég sem að elska hefðir. Kannski get ég kennt barnleysi um en allaveganna get ég ekki kennt karlaleysi um því ég hef oft átt kærasta á 17. júní, en einhvern veginn þá hefur þessi dagur ekki neitt sérstakan sess í mínu hjarta. Í dag hef ég nú samt haft það alveg svakalega gott en það er þó ekki þjóðhátíðardeginum sjálfum að þakka heldur veðurguðunum. Ég fór í útsýnisflug með Sverri yfir Þingvelli, lá í sólbaði í himneskum blómagarði foreldra minna þar sem að við fjölskyldan borðuðum einnig góðan grillmat saman. Í kvöld hef ég svo hugsað mér að rölta niðrí bæ og fá mér hvítvínsglas og svo er BORN IN USA túmorró... mar bíður spenntur!!!

ps. gleðilegan þjóðhátíðardag.... :)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com