VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

22.10.05


Besta Eurovision-lag allra tíma

verður valið í kvöld. Spennan er að drepa mig. Eins og þið vitið þá er ég mjög mikill aðdáandi Eurovisionkeppninnar og því fer alveg um mig við tilhugsunina að heyra vinningslög sl. áratuga leikin í Parken í kvöld. Mér finnst nú ekki annað hægt en að við Sigrún gefum ABBA atkvæði okkar, við erum nú staddar í Sverige! Þið getið því alveg séð okkur fyrir ykkur í kvöld með maska framan í okkur og fætur upp á borðum, nammið í skálinni og gemsana í hendinni að horfa á Eurovision! Ps. get ímyndað mér að Dísajúróvisjón skvísa sé að pissa í sig af spenningi... og jamm öll djammplön fokin út í veður og vind... þetta er MUN mikilvægara en að hitta sæta Írann á einhverjum pöbbana niðrí bæ!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com